veiðifréttir

jæja, gott að fá rigninguna, en þetta rok er aðeins of mikið. Ég (dagur) var í Hlíðarvatni um síðustu helgi, mikið af lífi, en styggar, smáar bleikjur voru allt sem veiddist, sú stærsta var 1 pund;( síðan á Mánudaginn fór ég í hálfan dag í víkina í Ölfusá, tók engann lax, en einn fallegan 1.5 punda sjóbirting. Daginn eftir það fór ég í Laugardælavatn í tvo tíma og fékk einn fallegan urriða, en alveg rosalega mikið líf, og mikið af vænum fiski að stökkva;) Og í dag skrapp ég í smá veiði í Ölfusá, hún var mjög lituð, og mikið rok, en ég sá mikið af fiski vaka, svo ég setti undir þurrflugu, sem er ekki beint hefðbundinn aðferð til að veiða í ölfusánni, en ég tók einn smáan sjóbirting og setti í einn sem var amk. 3 pund;) Ætla síðan bráðum að reyna að komast í Hraunsánna og Löngudæl;)

Smá Fréttir

Ok, sumarið byrjar með látum. Ég og Elías fórum í okkar fyrsta veiðitúr saman í ár, í Varmá í Mosfellsbæ, tókum yfir 50 urriða þar á nokkrum tímum:) geðveik veiði:) Ég er búinn að fara í Ölfusána tvisvar, og í bæði skiptin veitt vel, fékk nokkra væna birtinga, 2-3 pund. síðan var ég að skreppa í Laugardælavatn, og tók þar tólf fiska, og missti sjö.það kom mér á óvart hvað það var mikið af sjóbirting komið, feitir og pattaralegir tveggja pundarar, tóku þurrflugur og litla straumflugu eftir mig sem ég kalla svarta djöfulinn. Ég er síðan að fara í tveggja og hálfs dags túr í hlíðarvatn í selvogi. vonandi fær maður einhvad þar:)

Hlífum Stórlaxinum

9. júní 2010
Ákall frá Veiðimálastofnun
Hlífum stórlaxinum!

Stórlax úr Laxá í Aðaldal, honum var sleppt til lífs.
Laxveiðin er byrjuð.   Um síðustu helgi hófst laxveiðin þetta árið. Eðlilega voru veiðimenn fullir tilhlökkunar, langþráður veiðitími loksins hafinn.  Fyrstur í árnar á sumrin er stórlax, lax sem hefur verið 2 ár í sjó.  Veiðin gekk vel, allmargir laxar veiddust fyrstu dagana. Menn gerðust spámannlegir um veiðivertíðina og myndir birtust af veiðimönnum með feng sinn.  Sumar myndirnar eru af mönnum á þessari góðu stund að sleppa bráð sinni lifandi aftur í ána en aðrar af mönnum með glæsilegan feng sinn, stóra laxa, nýveidda og blóðuga.  Sannanlega skemmtilegar myndir sem við vildum gjarnan sjá í framtíðinni og samfagna veiðimönnum.
En nú er betra að staldra við.  Stórlaxar eru orðnir mjög fáliðaðir. 
Stórlaxi hefur hnignað mikið og er einungis brot af því sem áður var.  Ástæður þessa eru óþekktar en talið er að skilyrði í hafinu á uppeldisslóðum stórlaxins hafi versnað.  Þetta ástand hefur nú varað í mörg ár og stórlaxi heldur áfram að hnigna.   Það eina sem við getum gert til að varðveita þessa erfðaþætti í stofninum er að hlífa stórlaxi við veiðum eða sleppa slíkri veiði lifandi aftur í árnar.  Áframhaldandi veiði mun eyða stórlaxinum. Veiðimálastofnun hefur nú í mörg ár hvatt til að stórlaxi sé hlíft, en of hægt gengur.  Síðasta sumar var um 57 % stórlaxa sleppt, en stórlaxar eru orðnir mjög fáir og nánast horfnir úr sumum ám.  Síðustu ár hafa veiðst á milli 5 og 8 þúsund stórlaxar á landinu en áður veiddust milli 15 og 20 þúsund á ári.  Þessi fækkun þýðir að veiðibyrjun hefur seinkað í mörgum ám þar sem stórlaxinn hélt uppi veiði fyrri hluta sumars, uns smálax (1 ár í sjó) mætir í árnar.  Í ám þar sem öllum stórlaxi er sleppt hefur hann betur haldið sínum hlut, sem gefur vonir um að hægt sé að halda í stórlaxinn.  Vonandi kemur sú tíð að sjávarskilyrði breytast aftur stórlaxi í hag.  Þá er mikilvægt að þessi erfðaþáttur sé enn til staðar.
Því eru myndir af veiðimönnum með feng sinn í ljósi þessa aðstæðna ekki svo skemmtilegar núna.  Í nýtingaráætlun veiðifélaga er regla að fylgi ákvæði um stórlaxavernd, en einhverra hluta vegna þá er ekki farið eftir slíkum ákvæðum.  Ef við viljum áfram sjá glaða veiðimenn í upphafi sumars þá verðum við að hlífa stórlaxinum, að öðrum kosti eru þetta ef til vill síðustu slíkar myndirnar sem við munum sjá.
Því  hvetjum við alla sem að veiði koma að drepa ekki stórlax, þetta á við veiðifélög, netaveiðibændur og stangveiðimenn.  Einungis þannig getum við átt von á því að njóta þessara tignarlegu fiska í framtíðinni.

Meira um Laxinn

Ég var að frétta að lax væri kominn í Höskuldslæk í Grímsnesi. Fjölskylda mín var í göngutúr þarna og sáu einhvað skvetta sér í yfirborðinu. Við frekari skoðun kom í ljós að þetta var torfa af laxi í kringum 6-10 pund. Töluvert var af bleikju þarna, aðallega á neðstu svæðunum. Lax sást eining stökkva í Hvítá, og Ölfusá.

Lax í Tunguá

Ég var að fá fréttir frá afa mínum sem var að skoða litlu þverá Sogsins, Tunguá. Lítið vatn var í ánni, meðað við árstíma, en hann sá laxa stökkva í ósnum, og torfu af bleikju í kvísl fyrir neðan fossana. Hann sá mikið af laxi stökkva í sjálfu Soginu rétt fyrir utan ósinn. Töluvert var af urriða í Hlíðaránni (þverá tunguár), og uppítökur voru neðst í Ytriá.

Leynivatnið

Ég (Elías) fór í ansi skemmtilega veiðiferð á föstudaginn(4júní) í leynivatn sem vinur föður míns á. Við lögðum af stað frá Reykjavík um sex leitið og vorum byrjaðir að veiða uppúr níu, planið var að tjalda eina nótt við vatnið. Við byrjuðum á að veiða aðeins í vatninu þar sem ekkert gekk. Fljótlega gekk ég að litlum læk . Ég skoðaði hann aðeins og sá fljótlega fiska svo ég ákvað að prófa. Lækurinn var ekki nema um 20cm í breidd en samt troðfullur af fiski, urriða en hann var frá hálfu upp í þrjú pund. Hann var tregur til að taka en samt fékk ég fljótlega fisk ekki stóra en samt fína fiska. Eftir að hafa veitt í læknum í um klukkutíma var ég búinn að veiða um slatta af fisk. Ég gekk í tjaldið og fór að sofa.      Næsta morgun vaknaði ég um átta og fór strax að veiða en nú lá leið mín hinu megin við vatnið. Ég byrjaði að láta litla straumflugu sem ég hnýtti sjálfur (Dag) á og viti menn í fyrsta kasti var flugan negld með látum, nokkrum mínútum seinna var kominn gullfallegur 3 punda urriði á land. Ég hélt áfram að kasta og næstum því í hverju kasti fékk ég fisk alltaf fallegir urriðar. Um hádegið var ég búinn að veiða 50 fiska sem mér fannst vera ágætt svo ég hélt heim á leið glaður.

kv.Elías

myndirnar koma seinna.


Los Padres Fluguveidi

Sælir kæru lesendur, ég (dagur) var að koma úr ansi skemmtilegri veiðiferð úr uppistöðulóninu Los Padres Reservoir. Mikið vatn var í lóninu og þad var aðeins litað, en ég var komin þangað til að veiða, svo ég setti saman græjurnar mínar, scientific anglers sexu, með flotlínu með sökktaum, og á endanum, Svartan Conehead Wooly Bugger #6. Ég sá strax fiska stökkva, svo ég byrjaði að kasta á þá, lét sökkva vel og dró inn með kippum, og viti menn!! Ég var búinn að setja í regnbogasilung sem var í kringum pundið:-) eftir að vera búinn að landa honum og taka fluguna út sprikklaði hann úr höndunum mínum áður enn að ég náði mynd!!:-(
En hvað með þad, ég hélt áfram að kasta, og eftir nokkur köst var komin fiskur, aðeins minni, en samt fiskur:-) ég landaði þessum og náði mynd áður en ég sleppti honum:-) ég landaði ekki fleirum fiskum í þessari ferð, enda var hún bara stutt:-) við setjum inn myndir seinna:-)

Veiðifélagið straumar

Hérna munum við blogg um veiði og veiðisögur. Við erum tveir fjórtán ára áhugasamir fluguveiðimenn, Dagur Árni Guðmundsson, og Elías Pétur Þórarinsson. Markmið þessarar síðu er að blogga um veiðiferðir okkar:-)

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband