Fyrst vil ég (Elías) bara segja sorry hvað þessi veiðisaga kemur seint en hún gerðist sem sagt annann og þriðja júlí en ég hef bara verið svo upptekinn af því að veiða að ég hafði aldrei tíma til að skrifa hana.
Ég var bara að skoða veiðisíður að leita af nýjum fréttum af ám þegar ég rak augun í grein á agn.is að 2 stangir væru lausar í öðru hollinu í Svartá í Austur Húnaþingi og að þeir væru með eitthvað tilboð í gangi. Ég hringdi strax í pabba minn og sagði honum frá þessu og honum leist dúndur vel á þetta svo við keyptum saman aðra stöngina. Tveim dögum seinna brunuðum við norður. Þegar við komum í veiðihúsið sáum við að einn lax hafði veiðst í Svartá, 10 punda hrygna úr Brúnarhyl, á litla rauða frances túpu. Klukkan var hálf fjögur og máttum við byrja að veiði hálftíma seinna, við fórum því strax að græja okkur en við áttum efra svæðið. Við byrjuðum í hylnum fyrir neðan veiðihúsið sem heitir Krókeyrarhylur. Eftir nokkur köst var laxinn hoppandi á hitch túpuna en hann tók ekki svo við héldum ofar nánar til tekið í Brúnarhyl. Við urðum einnig var við fisk þar en við sáum hann elta Sunrayinn okkar. Einn maðurinn sem átti stöng í ánni þennan dag sagði okkur að gott væri að byrja á Brúnarhylnum og hvíla hann svo þangað til í lok veiðitímans sem við svo gerðum. Við urðum ekki varir í neinum öðrum hyl nema í Hólslæk en þar var vænn urriði að hoppa á fluguna.
Klukkan var núna hálf tíu svo við ákváðum að fara aftur í Brúnarhyl. Ég leyfði pabba að byrja, hann lét litla 1/2 tommu Collie-dog túpu á og í fyrsta kasti var nýgenginn smálax að hoppa á fluguna. Hann kastaði aftur um leið og flugan lenti í vatninu......BAMM.....það var á!! Eftir tíu mínútna baráttu kom fallegur silfurbjartur 9 punda lax á land. Við héldum af stað upp í veiðihús ágætlega sáttir. Hinir mennirnir höfðu fengið einn 6 punda lax í Ármótunum og misst annnan þar.
Við vöknuðum , vekjaraklukkan hafði bilað. Klukkan var orðin átta en greinilega var ekkert stress á veiðimönnum því að enginn var byrjaður að veiða. Við plönuðum daginn og fengum þá ráð að gera það sama með Ármótin og Brúnarhylinn byrja og enda þar. Klukkan var farin að ganga tíu þegar við komum að Ármótunum. Ármót Svartár og Blöndu hafa oftast verið aflasælasti hylurinn í ánni svo okkur leist ágætlega á þetta. Við óðum út á litla malareyri frekar ofarlega í hylnum og vegna þess að ég hafði ekki enn fengið lax fékk ég að byrja. Ég lét mjög óhefðbundna flugu á, tommu Sunray Shadow túpu eftir nokkur köst hoppaði lítill lax á fluguna, hjartað tók kipp, kastað var aftur og........hann var á. Hann lagðist strax niður þessi var stór! Ég vissi strax að þetta var ekki sami laxinn og hafði hoppað á fluguna áður. Ég barðist við hann í korter áður en að hann datt af, þetta var sirka 15 punda fiskur nýgenginn, líklega lúsugur. Auðvitað varð maður svekktur en hélt þó að sjálfsögðu bara áfram. Ennþá voru laxar að stökkva á fluguna. Pabbi kastaði og það leið ekki á löngu þar til að það var á, þessi var alveg ágætur og eftir nokkrar mínútur var kominn stórglæsilegur 11 punda lax á Sunray. Ég óð útí, kastaði og hann var á. Þessi var alveg brjálaður, hoppaði um og lét illla og varð því fljótt þreyttur. Þetta var 6 punda hængur. Ég var yfir mig ánægður en við hættum ekkert strax. Við fengum einn lax til viðbótar í Ármótunum, 4 pund og allt á Sunray Shadow.
Nú lá leið okkar upp í Hlíðarkvörn en ekkert gekk þar. Við veiddum ekki meira þennan dag en við hættum veiðum klukkan eitt. Ánægðir héldum við heim til Reykjavíkur.
Elías Pétur Þórarinsson
Myndirnar koma seinna.
Spurt er:
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.