Færsluflokkur: Bloggar

Nýtt Blogg

Við drengirnir erum komnir með nýtt veiðiblogg á síðuni http://veidifelagidstraumar.wordpress.com/ sem við munum nota til að tala um sögur og setja inn myndir og myndbönd.

Þetta fer að koma!

Jæja, þá fer veiðitímabilð bráðum að byrja! Ég (Dagur) er enþá í Bandaríkjunum, og næ stundum að skreppa í veiði, aðalega þó á Bluegill og Bass, og stundum fær maður Pumpkinseed. Það rigndi ekkert í vetur, og útaf því opnaði Steelhead veiðin aldrei :( En ég er bjartsýnn á veiðina í sumar, vonandi mikið af fiski, og góð veiði, og auðvitað vona ég að ég geti loksins fengið maríulaxinn, en með veiðileyfin eins og þau eru núna, þá lítur það ekki vel út. Annars er ég bara bjartsýnn á veiðisumarið, og svakalega spenntur!

Ekki hættir!

Þrátt fyrir að hafa nær ekkert skrifað á síðuna nú í sumar/haust erum við alls ekki hættir. Ástæðan er sú að það er búið að vera mikið að gera hjá okkur báðum, veiðitúrar, skóli og alls kyns ferðir. Við ætlum að reyna að bæta okkur og ætlum við að reyna að skrifa sem oftast fyrir veiðivertíðina 2012! Nú um helgina kom út söluskrá SVFR og er ég búinn að vera límdur yfir henni að spá og spekúlera um næsta sumar. Ekki er ég harðákveðinn um hvað maður eigi að panta. Ekki er ég búinn að bóka neitt fyrir næsta sumar fyrir utan eina ferð í Búðardalsá í júlí. Grin

www.angling.is/is/veidivotn/6424/

Annars var sumarið í ár mjög gott, hef aldrei veitt svo vel!
 -Eitthvað magn af laxi!
 -Og eitthvað af silungi

 Mér gekk allveg svakalega vel í laxveiðinni, en get ekki sagt að ég hafi verið eins heppinn í silungsveiðinni, Áin mín (vil helst ekki nafngreina hana) skeit gjörsamlega á sig.

Fór úr 500sjóbleikjum í 20.

Fiskurinn gekk seint og allt sem gat farið úrskeiðis fór úrskeiðis. Megnið af bleikjunni gekk inn í ánna í september og í október var áin pökkuð af fiski svo að næstu sumur eiga að vera góð, ef allt fer vel :)

Takk fyrir og vonandi haldið þið áfram að fylgjast með á síðunni 


Verðbreytingar SVFR

Í dag barst mér (Elíasi) söluskrá SVFR 2011 og sá ég strax að flest öll veiðileyfin höfðu rokið upp í verði. Ég er hér með nokkur dæmi um það, tvær ár sem mér hefur lengi langað að veiða í. Byrjum á:

1. Krossá á Skarðsströnd:  Dagarnir 3/7-7/7 voru í fyrra á verðinu 13.900kr stöngin á dag en kostar fyrir veiðisumarið 2011, 24.900kr.

2. Hítará II: Dagarnir 18/6-23/6 voru á 5.900kr stöngin á dag en er núna komið upp í 12.900kr. Einnig var besti tíminn í Hítará II árið 2010  á 29.900 kr en besti tíminn árið 2011 kostar 49.900 kr.

 Eins og þið sjáið er ansi mikill verðmunur með árunum og gæti ég tekið mörg dæmi í viðbót um hækkun veiðileyfa innan SVFR


Veiði

veiðin í ár hefur verið frábær hjá okkur! Elías hefur veitt vel bæði í laxi og silung hér á Íslandi og Dagur mokað upp fiski í Bandaríkjunum og silung á Íslandi! Nú er bara að byrja að plana næsta ár, hvert á að fara og hvenar. En eru einhverjir á vefnum með hugmyndir um veiðistaði fyrir okkur félaganna, við erum að leita af ódýrum veiðileyfum í bæði lax og silung. Allar Hugmyndir eru vel þegnar.

Kv.Straumar


Fyrir ofan fossa

Ég (Elías) fór í ansi skemmtilega ferð í sumar með pabba mínum og frænda sem ég skrifaði aldrei um.

Þetta var fyrir ofan laxasvæðið í ónefndri laxveiðiá. Við vöknuðum um 8 leytið og byrjuðum að gera okkur klára. Við keyrðum af stað spenntir, við höfðum aldrei heyrt um veiði á þessu svæði og vorum ekki einu sinni vissir að þarna væri fiskur það var bara heppni að við fengum veiðileyfi þarna en vanalega er ekki selt í þessa á. Klukkan var orðin 9 þegar að við komum þangað og tók við löng ganga frá veginum að ánni. Við gengum í um hálf tíma niður með einni hliðaránni sem hét Fossá, þar prófuðum við að veiða en ekkert gekk. Það var ekki bitið á og við sáum heldur engan fisk. Þegar að við komum niður að ánni þurftum við að príla niður hátt gil til að komast að veiðistöðunum. Við létum pabba byrja í fyrsta hylnum, en þar var ekkert. Næsti hylur var svakalega djúpur og fallegur, ég og Guðni frændi minn prufuðum hann en ekkert gekk. Við leyfðum pabba að prófa hann á meðan við röltum niður í næsta hyl en ég leyfði Guðna að byrja þar á meðan ég renndi flugunni fyrir ofann hann. Þegar ég kastaði útí bjóst ég ekki við að þarna væri fiskur því að þetta var djúp og mjög straumhörð renna en ég reyndi samt og í fyrsta kasti hoppaði urriði allur upp úr og tók fluguna en datt strax af. Ég kastaði aftur og hann tók aftur en datt af. Skyndilega kallaði Guðni á mig, hann var kominn með á. Þetta var vænn fiskur en hann tók í ármótum Fossár en þar kom Hrikalegur foss niður og síðan djúpur pittur, Guðni landaði fisknum þetta var fallegur sirka 3 punda urriði. Ég fékk að prófa hylinn og renndi flugunni þangað, en það var eitthvað flægt í hjólinu Frown ég lagaði það og dró inn og þá fann ég kipp ég var með á!! þetta virtist vera fínn fiskur og það tók mig ekki langan tíma að landa honum, sirka pundari. Við héldum áfram niður ánna og veiddum marga urrriða á leiðinni, nokkra væna. Svo eftir u.þ.b. 3 tíma göngu tókum við okkur smá hvíld og fengum okkur nesti. Við vissum ekkert hvar við vorum enda vorum við í mjög djúpu gili. Við héldum áfram niður eftir þangað til að við komum að öðrum ármótum. Við Guðni ákváðum að rölta aðeins upp með hinni ánni en pabbi fór lengra niður. það voru engir hyljir í hinni ánni nema einn risa foss en þar var eins og að það væri helli demba því það fauk svo af fossinum, en við reyndum og strax í fyrsta kasti var á! algjör tittur svona 100 gramma bleikja. Við veiddum í fossinum í dágóða stund og fengum fullt af fiski. Ég kastaði flotholti upp í fossinn og byrjaði svo að tala við Guðna. Þegar ég leit aftur sá ég hvergi flotholtið! ég dró inn og það var á, fiskurinn hoppaði allur upp úr þetta var stór bleikja. Ég var búinn að vera með hana á í nokkurn tíma þaut hún niður ánna, við hlupum á eftir henni.  Þegar að ég var búinn að drösla henni í land þá slitnaði allt í einu taumurinn og hún spriklaði upp úr. Þetta var sirka 3-5 punda spikfeit bleikja. Við vorum helvíti svekktir en héldum áfram niður að hinni ánni. Við veiddum í svona 2 tíma í viðbót og hættum svo. þá var klukkan orðin 6  og við allir orðnir dauðþreyttir. Við vorum búnir að veiða um 50 urriða allt í allt og vorum við hæst ánægðir.

Myndirnar koma seinna.


Fréttir

Ok, sumarið er bara búið að ganga vel, mikið af skemmtilegum túrum og góðri veiði;) nýlega fór ég í Baugstaðarósinn og fékk einn fimm punda sjóbirting og nokkra pundara. daginn eftir var ég með heilan dag á miðsvæðinu í Tungufljóti, rosalega flott svæði, veiðilegir strengir og fallegir hylir. það eina sem vantaði var fiskur, bara sex laxar höfðu gengið í gegnum teljarann :( Síðan í gær kíkti ég á Tunguá, mikið af fiski, en enginn kom á land. um kvöldið skrapp ég á leynistað, fallega litla á sem geymir mikið af laxi og urriða, missti einn lax sem var hátt í tíu pundinn, gaman að eiga við hann á stöng númer 3. tók síðan nokkra urriða sem voru um tvö pund :) 

 

Myndir koma bráðum;)


Svartá í A-Húnaþingi

Fyrst vil ég (Elías) bara segja sorry hvað þessi veiðisaga kemur seint en hún gerðist sem sagt annann og þriðja júlí en ég hef bara verið svo upptekinn af því að veiða að ég hafði aldrei tíma til að skrifa hana.

Ég var bara að skoða veiðisíður að leita af nýjum fréttum af ám þegar ég rak augun í grein á agn.is að 2 stangir væru lausar í öðru hollinu í Svartá í Austur Húnaþingi og að þeir væru með eitthvað tilboð í gangi. Ég hringdi strax í pabba minn og sagði honum frá þessu og honum leist dúndur vel á þetta svo við keyptum saman aðra stöngina. Tveim dögum seinna brunuðum við norður. Þegar við komum í veiðihúsið sáum við að einn lax hafði veiðst í Svartá, 10 punda hrygna úr Brúnarhyl, á litla rauða frances túpu. Klukkan var hálf fjögur og máttum við byrja að veiði hálftíma seinna, við fórum því strax að græja okkur en við áttum efra svæðið. Við byrjuðum í hylnum fyrir neðan veiðihúsið sem heitir Krókeyrarhylur. Eftir nokkur köst var laxinn hoppandi á hitch túpuna en hann tók ekki svo við héldum ofar nánar til tekið í Brúnarhyl. Við urðum einnig var við fisk þar en við sáum hann elta Sunrayinn okkar. Einn maðurinn sem átti stöng í ánni þennan dag sagði okkur að gott væri að byrja á Brúnarhylnum og hvíla hann svo þangað til í lok veiðitímans sem við svo gerðum. Við urðum ekki varir í neinum öðrum hyl nema í Hólslæk en þar var vænn urriði að hoppa á fluguna.

Klukkan var núna hálf tíu svo við ákváðum að fara aftur í Brúnarhyl. Ég leyfði pabba að byrja, hann lét litla 1/2 tommu Collie-dog túpu á og í fyrsta kasti var nýgenginn smálax að hoppa á fluguna. Hann kastaði aftur um leið og flugan lenti í vatninu......BAMM.....það var á!! Eftir tíu mínútna baráttu kom fallegur silfurbjartur 9 punda lax á land. Við héldum af stað upp í veiðihús ágætlega sáttir. Hinir mennirnir höfðu fengið einn 6 punda lax í Ármótunum og misst annnan þar.

Við vöknuðum , vekjaraklukkan hafði bilað. Klukkan var orðin átta en greinilega var ekkert stress á veiðimönnum því að enginn var byrjaður að veiða. Við plönuðum daginn og fengum þá ráð að gera það sama með Ármótin og Brúnarhylinn byrja og enda þar. Klukkan var farin að ganga tíu þegar við komum að Ármótunum. Ármót Svartár og Blöndu hafa oftast verið aflasælasti hylurinn í ánni svo okkur leist ágætlega á þetta. Við óðum út á litla malareyri frekar ofarlega í hylnum og vegna þess að ég hafði ekki enn fengið lax fékk ég að byrja. Ég lét mjög óhefðbundna flugu á, tommu             Sunray Shadow túpu eftir nokkur köst hoppaði lítill lax á fluguna, hjartað tók kipp, kastað var aftur og........hann var á. Hann lagðist strax niður þessi var stór! Ég vissi strax að þetta var ekki sami laxinn og hafði hoppað á fluguna áður. Ég barðist við hann í korter áður en að hann datt af, þetta var sirka 15 punda fiskur nýgenginn, líklega lúsugur. Auðvitað varð maður svekktur en hélt þó að sjálfsögðu bara áfram. Ennþá voru laxar að stökkva á fluguna. Pabbi kastaði og það leið ekki á löngu þar til að það var á, þessi var alveg ágætur og eftir nokkrar mínútur var kominn stórglæsilegur 11 punda lax á Sunray. Ég óð útí, kastaði og hann var á. Þessi var alveg brjálaður, hoppaði um og lét illla og varð því fljótt þreyttur. Þetta var 6 punda hængur. Ég var yfir mig ánægður en við hættum ekkert strax. Við fengum einn lax til viðbótar í Ármótunum, 4 pund og allt á Sunray Shadow.

Nú lá leið okkar upp í Hlíðarkvörn en ekkert gekk þar. Við veiddum ekki meira þennan dag en við hættum veiðum klukkan eitt. Ánægðir héldum við heim til Reykjavíkur.

Elías Pétur Þórarinsson

Myndirnar koma seinna.


Veiðar Í Varmá


Varmáinn

Ég og Elías fórum í aðra veiðiferðina okkar saman í fyrradag í Varmá, í þetta skipti að vísu hjá hveragerði. við byrjuðum á því að fara á efra svæðið hjá EinkahylEinkahylurinn, en það var ekkert smá rok svo við veiddum okkur niður ánna og veiddum nokkra urriða á leiðini. Það kom mjög á óvart hvað þeir voru feitir, urriði sem var á lengd við hálfspundara var pundari ogsvfr... engir risar komu í þessari ferð, en við löbbuðum svona 25 km, og veiddum yfir 100 urriða samtals

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband