veiðifréttir

jæja, gott að fá rigninguna, en þetta rok er aðeins of mikið. Ég (dagur) var í Hlíðarvatni um síðustu helgi, mikið af lífi, en styggar, smáar bleikjur voru allt sem veiddist, sú stærsta var 1 pund;( síðan á Mánudaginn fór ég í hálfan dag í víkina í Ölfusá, tók engann lax, en einn fallegan 1.5 punda sjóbirting. Daginn eftir það fór ég í Laugardælavatn í tvo tíma og fékk einn fallegan urriða, en alveg rosalega mikið líf, og mikið af vænum fiski að stökkva;) Og í dag skrapp ég í smá veiði í Ölfusá, hún var mjög lituð, og mikið rok, en ég sá mikið af fiski vaka, svo ég setti undir þurrflugu, sem er ekki beint hefðbundinn aðferð til að veiða í ölfusánni, en ég tók einn smáan sjóbirting og setti í einn sem var amk. 3 pund;) Ætla síðan bráðum að reyna að komast í Hraunsánna og Löngudæl;)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband