Fyrir ofan fossa

Ég (Elías) fór í ansi skemmtilega ferð í sumar með pabba mínum og frænda sem ég skrifaði aldrei um.

Þetta var fyrir ofan laxasvæðið í ónefndri laxveiðiá. Við vöknuðum um 8 leytið og byrjuðum að gera okkur klára. Við keyrðum af stað spenntir, við höfðum aldrei heyrt um veiði á þessu svæði og vorum ekki einu sinni vissir að þarna væri fiskur það var bara heppni að við fengum veiðileyfi þarna en vanalega er ekki selt í þessa á. Klukkan var orðin 9 þegar að við komum þangað og tók við löng ganga frá veginum að ánni. Við gengum í um hálf tíma niður með einni hliðaránni sem hét Fossá, þar prófuðum við að veiða en ekkert gekk. Það var ekki bitið á og við sáum heldur engan fisk. Þegar að við komum niður að ánni þurftum við að príla niður hátt gil til að komast að veiðistöðunum. Við létum pabba byrja í fyrsta hylnum, en þar var ekkert. Næsti hylur var svakalega djúpur og fallegur, ég og Guðni frændi minn prufuðum hann en ekkert gekk. Við leyfðum pabba að prófa hann á meðan við röltum niður í næsta hyl en ég leyfði Guðna að byrja þar á meðan ég renndi flugunni fyrir ofann hann. Þegar ég kastaði útí bjóst ég ekki við að þarna væri fiskur því að þetta var djúp og mjög straumhörð renna en ég reyndi samt og í fyrsta kasti hoppaði urriði allur upp úr og tók fluguna en datt strax af. Ég kastaði aftur og hann tók aftur en datt af. Skyndilega kallaði Guðni á mig, hann var kominn með á. Þetta var vænn fiskur en hann tók í ármótum Fossár en þar kom Hrikalegur foss niður og síðan djúpur pittur, Guðni landaði fisknum þetta var fallegur sirka 3 punda urriði. Ég fékk að prófa hylinn og renndi flugunni þangað, en það var eitthvað flægt í hjólinu Frown ég lagaði það og dró inn og þá fann ég kipp ég var með á!! þetta virtist vera fínn fiskur og það tók mig ekki langan tíma að landa honum, sirka pundari. Við héldum áfram niður ánna og veiddum marga urrriða á leiðinni, nokkra væna. Svo eftir u.þ.b. 3 tíma göngu tókum við okkur smá hvíld og fengum okkur nesti. Við vissum ekkert hvar við vorum enda vorum við í mjög djúpu gili. Við héldum áfram niður eftir þangað til að við komum að öðrum ármótum. Við Guðni ákváðum að rölta aðeins upp með hinni ánni en pabbi fór lengra niður. það voru engir hyljir í hinni ánni nema einn risa foss en þar var eins og að það væri helli demba því það fauk svo af fossinum, en við reyndum og strax í fyrsta kasti var á! algjör tittur svona 100 gramma bleikja. Við veiddum í fossinum í dágóða stund og fengum fullt af fiski. Ég kastaði flotholti upp í fossinn og byrjaði svo að tala við Guðna. Þegar ég leit aftur sá ég hvergi flotholtið! ég dró inn og það var á, fiskurinn hoppaði allur upp úr þetta var stór bleikja. Ég var búinn að vera með hana á í nokkurn tíma þaut hún niður ánna, við hlupum á eftir henni.  Þegar að ég var búinn að drösla henni í land þá slitnaði allt í einu taumurinn og hún spriklaði upp úr. Þetta var sirka 3-5 punda spikfeit bleikja. Við vorum helvíti svekktir en héldum áfram niður að hinni ánni. Við veiddum í svona 2 tíma í viðbót og hættum svo. þá var klukkan orðin 6  og við allir orðnir dauðþreyttir. Við vorum búnir að veiða um 50 urriða allt í allt og vorum við hæst ánægðir.

Myndirnar koma seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband